265. fundur 22. apríl 2020 kl. 10:00 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar er haldinn í fjarfundi, með fjarfundarforritinu Zoom á eftirfarandi slóð: https://zoom.us/j/95797749352
Lilja Einarsdóttir fundarstjóri setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru.

1.Aðgerðaráætlun; Heimsfaraldur inflúensu; COVID-19

2003042

Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála vegna Covid-19. Þann 4. maí nk. verða gerðar ákveðnar tilslakanir á núgildandi samkomubanni. Eins er gert ráð fyrir því að hefðbundið starf grun- og leikskóla hefjist að nýju. Viðbragðsteymi sveitarfélagsins mun á næstu dögum yfirfara þær breytingar sem lagðar eru til og leggja fram endurskoðaða aðgerðaráætlun sveitarfélagsins á næsta fundi sveitarstjórnar.

2.Bréf vegna frestunar aðalfunds Lánasjóðs sveitarfélaga ofh.

2004038

Lagt fram til kynningar.

3.Stjórnunar- og verndaráætlun Friðlands að Fjallabaki - kynning

2004040

Sveitarstjórn vísar erindinu til umsagnar í skipulagsnefnd og umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
Samþykkt samhljóða.

4.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar Beiðni um styrk vegna uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétt 2020.

2004042

Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til verkefnisins að sömu upphæð og undanfarin ár. Styrkurinn verði 300.000 kr.
Samþykkt samhljóða.

5.556. fundur stjórnar SASS; 3.04.2020

2004039

Sveitarstjórn Rangárþings eystra tekur undir bókun fundar SASS er varðar heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem er svohljóðandi:
Stjórn SASS skorar á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að aðhafast tafarlaust vegna undirbúnings húsnæðisúrræðis fyrir nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu).
Rúmir þrír mánuðir eru nú síðan að þarfagreiningu var skilað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins eins og óskað hafði verið eftir. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir af hálfu formanns starfshóps á vegum SASS og þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um að svör muni berast þá hafa engin skýr svör borist frá ráðuneytinu um stöðu málsins.
Sveitarstjórnir allra sveitarfélaga sem koma að rekstri FSu samþykktu haustið 2019 samhljóða ályktun þar sem þess er krafist að starfrækt verði heimavist við skólann. Ráðherra var afhent ályktunin á fundi í september 2019. Aðdragandi málsins er þó enn lengri enda hafa Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ítrekað ályktað um málið frá árinu 2016 þegar starfsemi heimavistar var hætt og því ekki um nýtt mál á borði ráðuneytisins að ræða.
Fundargerð staðfest í heild.

6.76. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 16.4.2020

2004041

Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

7.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 65

2004006F

Fundargerð 65. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. staðfest.
  • 7.1 2004031 Rekstraryfirlit 2019-2020; Brunavarnir
    Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 65 Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir rekstraryfirlit Brunavarna Rangárþings bs. Reksturinn er í góðu jafnvægi, þó hefur dregið verulega úr launakostnaði.
  • 7.2 2002047 Slökkvistöð Hellu áfangi 2
    Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 65 Ólafur Rúnarsson fer yfir stöðu framkvæmdar við 2. áfanga slökkvistöðvar á Hellu. Framkvæmdir ganga vel og eru á áætlun.
  • 7.3 2004032 Lántaka; 2. áfangi slökkvistöðvar á Hellu
    Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 65 Stjórn óskar eftir því við aðildarsveitarfélög að þau ábyrgist lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 25.000.000 kr. til byggingar slökkvistöðvar á Hellu. Um er að ræða fjármögnun 2. áfanga byggingarinnar sem jafnframt er lokaáfangi framkvæmdarinnar.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga liggur fyrir um að sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykki hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 25.000.000. Nær samþykki sveitarstjórnar Rangárþings eystra jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
    Er lánið tekið til að fjármagna 2. áfanga byggingar á slökkvistöð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Jafnframt er Antoni Kára Halldórssyni, kt. 030583-3539, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

8.Styrktarsjóður EBÍ; óskað eftir umsóknum vegna úthlutunar 2020

2004043

Sveitarstjóra falið að útbúa umsókn um styrk fyrir lýsingu og uppsetningu bekkja á göngustígum í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.

9.Sunnlenskur samráðsfundur; Minnisblað

2004044

Lagt fram til kynningar.

10.Plokk á Íslandi; stóri plokkdagurinn 25. apríl 2020

2004045

Sveitarstjórn fagnar framtakinu og samþykkir að taka þátt í verkefninu.
Sveitarstjórn vill hvetja íbúa og félagasamtök til að taka höndum saman í sínu nærumhverfi enda mikil þörf á að taka til hendinni eftir snjóþungan vetur.
Sveitarstjóra falin framkvæmd verkefnisins.
samþykkt samhljóða.
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 30. apríl nk í fjarfundi. Mun fyrirhugaður Byggðarráðsfundur falla niður.

Fundi slitið - kl. 11:00.