28. fundur 14. maí 2019 kl. 17:00 - 19:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Friðrik Erlingsson
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Magnús Benonýsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Harpa Mjöll Kjartansdóttir Formaður menningarnefndar
Dagskrá

1.Menningarsjóður Rangárþings eystra; Vorúthlutun 2019

1904265

Menningarnefnd Rangárþings eystra leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr Menningarsjóð Rangárþings eystra

Sigurður Flosason: Jazz undir fjöllum: 300.000
Rut Ingólfsdóttir: Messías í tveimur kirkjum: 100.000
860 ljósmyndaklúbbur: Útiljósmyndasýning í Miðbæ Hvolsvallar: 350.000

Menningarnefnd óskar styrkþegum kærlega til hamingju með úthlutunina.

2.28. fundur Menningarnefndar; Önnur mál

1905062

Menningarviðburðir í Rangárþingi eystra

Það er virkt menningarstarf í Rangárþingi eystra og hefur vorið einkennst af glæsilegum viðburðum, hvort sem það er í tónlist eða leiklist. Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með það frábæra og þakkláta starf sem unnist hefur. Menningarnefnd telur það mikilvægt að einhver fulltrúi sveitarfélagsins sé til staðar á þeim viðburðum sem fram fara innan sveitarfélagsins og færi þátttakendum þakklætisvott fyrir hið óeigingjarna starf sem fram fer.

Kjötsúpuhátíð 2019
Auglýsing útbúin vegna viðburðarstjóra og "ballhaldara."


Afsteypa af höggmynd Nínu og Nínulundur.
Friðrik Erlingsson fer yfir stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 19:00.