Ákveðið hefur verið að taka upp fyrri afgreiðslutíma Heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli frá og með 16. febrúar nk. og því verður opið fimm daga vikunnar á starfstöðunum bæði á Hellu og á Hvolsvelli. Þetta var ákveðið eftir að sveitarstjórar í Rangárþingi höfðu setið þrjá upplýsinga- og samráðsfundi með Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra HSU.
Þann 11. janúar sl. var haldinn fjölmennur íbúafundur á Hvolsvelli þar sem skýr krafa kom fram um að draga til baka þá tilraun HSU að hafa opið þrjá daga vikunnar á Hvolsvelli en íbúar töldu það vera skerðingu á almennri grunnþjónustu sinni. Í sameiginlegri yfirlýsingu forstjóra HSU og sveitarstjóranna þriggja segir svo ennfremur að nýjungar í útfærslu og skipulagi heilbrigðisþjónustu séu til skoðunar til viðbótar við núverandi þjónustu.

Yfirlýsinguna má lesa í heild hér: Sameiginleg yfirlýsing vegna heilsugæslu HSU í Rangárþingi.