Ívar Ylur Birkisson, frá Móeiðarhvoli, og Katrín Eyland, frá Hvolsvelli, kepptu á Unglingameistaramóti 15-22 ára í Hafnarfirði um helgina.

Ívar sigraði í 60m grind á mótsmeti 8,69 auk þess varð hann í 2 sæti í 300 m hlaupi og hástökki og í 3 sæti í 60 metra hlaupi. Hann varð einnig Íslandsmeistari í 4×200 m hlaupi með félögum sínum úr HSK-SELFOSS. Katrín Eyland varð í þriðja sæti í 1500 m hlaupi.

HSK/Selfoss sigruðu stigakeppnina bæði í Ívars og Katrínar flokki, Ívar keppir í flokki 15 ára pilta og Katrín í flotti 16-17 ára stúlkna. þau unnu bæði Íslandsmeistara titla með sínum félögum í HSK-SELFOSS, Ívar í flokki 15 ára pilta og Katrín í flokki 16-17 ára stúlkna.