09.10.2018

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi deiliskipulag í Rangárþingi eystra. 

Drangshlíðardalur – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3,6 ha af jörðinni Drangshlíðardalur ln 163652 og íbúðarhúsalóðarinnar Drangshlíðardalur 2 ln.178810. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar lóðir, byggingarreitir, heimarafstöð með inntaksstíflu og vatnspípu, ásamt nýjum vegslóða.
 
Ofangreint deiliskipulag er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 10. október 2018. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 21. nóvember 2018. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. 

Hellishólar – AðalskipulagsbreytingKynning á lýsingu
Aðalskipulagsbreytingin tekur til hluta af jörðinni Hellishólar, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landnotkun á 6,6 ha landi jarðarinnar er breytt úr frístundabyggð í íbúðabyggð.. 

Ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Austurvegi 4, Hvolsvelli, mánudaginn 15. október 2018 kl. 10:00 – 12:00. Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Fulltrúi skipulags- og byggingarmála

Til baka