30.01.2017

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.   

Hvolstún / Nýbýlavegur –  Aðalskipulagsbreyting. 
Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er breyting á landnotkun á hluta svæðis sem áður var skilgreint sem opið svæði við Ölduna. Íbúðabyggð (ÍB-111) er samkvæmt því stækkuð til norðurs um 0,4 ha og opna svæðið (OP-123) minnkað að sama skapi. Skilgreindri reiðleið á svæðinu er breytt. Ekki er um að ræða aðrar breytingar. Markmiðið með breytingunni er að þétta byggð og gefa kost á hagkvæmri uppbyggingu nýrra íbúða á Hvolsvelli. Skortur er á smærri íbúðum, m.a. í lágreistu fjölbýli. Uppbygging íbúða á svæðinu stuðlar að góðri nýtingu núverandi vega/gatna og veitna. Í dag er svæðið opið grænt svæði sem ekki er nýtt sérstaklega til útivistar.

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. 

Hvolstún / Nýbýlavegur – Deiliskipulagsbreyting
Rangárþing eystra leggur fram deiliskipulagsbreytingu fyrir Hvolstún / Nýbýlaveg. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn í nóvember 2004. Það svæði sem deiliskipulagsbreytingin tekur til nær allt að gatnamótum þar sem gatan Hvolstún tengist Nýbýlavegi skammt norðan Króktúns. Tillagan gerir ráð fyrir 4-5 íbúðum í einnar hæðar raðhúsi og 6-8 íbúðum í tveggja hæða fjölbýlishúsi, eða samtals um 10-13 íbúðum. Breytingin tekur einnig til stækkunar á lóðinni Nýbýlavegur 44, norðurmörk lóðarinnar færast til norðurs og fyrirkomulag bílastæða breytist. Staðsetning gangstéttar sunnan við Hvolstún er leiðrétt til samræmis við innmæld gögn.

Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30. janúar 2017. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 13. mars 2017. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi 


Til baka