26.09.2016

Auglýsing um skipulagsmál


Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. 
Fornusandar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar lóða og byggingarreita núverandi húsa að Fornusöndum, auk byggingar þriggja frístundahúsa og gestahúss. Hámarksstærð frístundahúsa er 140 m², auk þess er leyfilegt að byggja 40 m² aukahús á lóð. Hámarksstærð gestahúss er 60,5 m². 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. 
Hvolstún / Nýbýlavegur – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, verði breytt á þann vega að hluta af opnu svæði við Ölduna á Hvolsvelli, austan við Nýbýlaveg, verði breytt í íbúðabyggð. Markmið með skipulagsbreytingunni er að þétta byggð og gefa kosta á hagkvæmri uppbyggingu nýrra íbúða á Hvolsvelli. Skortur er á smærri íbúðum, m.a. í lágreistu fjölbýli. Í dag er svæðið milli Nýbýlavegar og Öldunnar ekki nýtt sérstaklega til útivistar utan þess að reiðleið sker svæðið. Uppbygging íbúða á svæðinu stuðlar því að góðri nýtingu núverandi vega/gatna og veitna og er í samræmi við stefnu sveitarstjórnar. 

Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 23. september 2016. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir Fornusanda, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 7. nóvember 2016. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. 
Aðalskipulagsbreyting fyrir Hvolstún / Nýbýlaveg verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Ormsvelli 1, Hvolsvelli, mánudaginn 26. september 2016 kl. 15:00 – 17:00. 
F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi 

Til baka