16.06.2016

Auglýsing um skipulagsmál


Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.   

Hamragarðar / Seljalandsfoss –  Aðalskipulagsbreyting ásamt umhverfisskýrslu
Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á landnotkun við Hamragarða og Seljalandsfoss úr landbúnaðarsvæði (L) og afþreyingar- og ferðamannasvæði af óskilgreindri stærð (AF) í 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Tillagan gerir ráð fyrir talsverðri stækkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis við Hamragarða og Seljalandsfoss. Skipulagssvæðið er rúmt afmarkað sem helgast fyrst og fremst af ríkjandi landslagsheild. Stærstur hluti þess eru uppgrónir áraurar. Áætlunin markar ekki stefnu um umfangsmikla uppbyggingu. Fyrst og fremst er um að ræða eina þjónustubyggingu, breytingar á flæði umferðar, bílastæði og gönguleiðir ásamt tjaldsvæðum. Tillagan tekur einnig til breytingar á legu Þórsmerkurvegar (nr. 249), þar sem hann liggur um skipulagssvæðið. Um er að ræða nýjan 1.100 m langan vegarkafla sem tengist þjóðvegi nr. 1, skammt austan Markarfljótsbrúar og liggur meðfram varnargarði Markarfljóts allt að Gljúfurá í norðri þar sem hann tengist núverandi Þórsmerkurvegi. Núverandi Þórsmerkurvegur frá þjóðvegi að Gljúfurá verður þar með lagður af sem tengivegur.  

Sámsstaðir / Réttarfit – Aðalskipulagsbreyting
.
Aðalskipulagsbreytingin tekur annars vegar til breytingar á landnotkun í landi Sámsstaða þar sem svæði F-318 er breytt úr frístundabyggð (F) í landbúnaðarsvæði (L). Hins vegar tekur breytingin til frístundasvæðis (F-356) í landi Réttarfitjar. Um er að ræða fjölgun frístundalóða um tvær, úr 16 í 18 lóðir í suðvestur horni skilgreinds svæðis fyrir frístundabyggð. 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. 
Hamragarðar / Seljalandsfoss – Deiliskipulag ásamt umhverfisskýrslu
Deiliskipulagstillagan tekur til um 90 ha svæðis við Hamragarða og Seljalandsfoss. Tillagan tekur m.a. til breyttrar aðkomu að svæðinu með tilfærslu á Þórsmerkurvegi nr. 249, breytingar eru gerðar á legu göngustíga og skilgreiningum þeirra, staðsetningu bílastæða og byggingar þjónustumiðstöðvar. 

HamragSeljalandsf; Greingerð; Auglýst.pdf

HamragSeljalandsf; Skýringaruppdráttur; Auglýst.pdf

Sámsstaðir – Deiliskipulagsbreyting
Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar á núverandi frístundahúsalóð úr landi Sámsstaða, sem breytt verður í landbúnaðarland vegna stofnunar lögbýlis. Gerðar eru breytingar á gildandi skilmálum er varða nýtingarhlutfall, fjölda og gerð bygginga á lóð, byggingarreiti og fyrirkomulagi fráveitu.

Réttarfit – Deiliskipulagsbreyting 

Breytingin tekur til fjölgunar á frístundalóðum innan skilgreinds frístundasvæðis, bætt verður við lóðum 13 og 15 á kostnað útivistarsvæðis. Einnig tekur tillagan til breytingar á byggingarskilmálum á þeim lóðum að viðbættri lóð nr. 7. Stærð sumarhúsa verður að hámarki 150m² auk þess sem heimilt verður að byggja allt að 30m² geymslu og 10m² garðáhaldageymslu.


Fljótsbakki, Forsæti – Deiliskipulagsbreyting.
Breytingin tekur til lóðanna Fljótsbakki A og B sem eru sameinaðar í eina, undir heitinu Fljótsbakki, samtals um 4,2 ha. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit (B2) þar sem fyrir er frístundahús. Á byggingarreit B1 verður heimilt að byggja íbúðarhús og bílskúr. Innan byggingarreits B2 verður heimilt að byggja frístundahús/gestahús ásamt skemmu. 

Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16. júní 2016. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 28. júlí 2016. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi 


Til baka