01.06.2016

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi deiliskipulagstillögu.   


Rauðsbakki – Deiliskipulag 
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum 7. apríl 2016 deiliskipulagstillögu fyrir Rauðsbakka, Rangárþingi eystra. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Óverulegar breytingar á tillögunni voru gerðar eftir auglýsingu. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. 
Tjaldhólar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til tæplega 3 ha. svæðis úr landi Tjaldhóla. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita, annars vegar fyrir stækkun útihúsa og hins vegar fyrir byggingu fjögurra gestahúsa. 

Káragerði – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 5 ha. svæðis úr jörðinni Káragerði, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita fyrir íbúðarhús, bílskúr og útihús. Einnig gerir tillagan ráð fyrir nýrri aðkomu að Káragerði frá Landeyjavegi nr. 252. 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi lýsing aðalskipulagsbreytingar í Rangárþingi eystra
Hvolstún / Nýbýlavegur – Lýsing aðalskipulagsbreytingar 
Sveitarstjórn Rangárþing eystra samþykkti á fundi sínum 7. apríl 2016, lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar landnotkunar á Hvolsvelli. Viðfangsefni aðalskipulagsáætlunarinnar er breyting landnotkunar á hluta svæðis sem áður var skilgreint sem opið svæði við Ölduna. Íbúðarbyggð (ÍB-111) er samkvæmt því stækkað til norðurs um 0,4 ha og opna svæðið (OP-123) minnkað að sama skapi. Skilgreindri reiðleið á svæðinu er breytt. Ekki er um að ræða aðrar breytingar. Markmiðið með breytingunni er að þétta byggð og gefa kost á hagkvæmri uppbyggingu nýrra íbúða á Hvolsvelli. Skortur er á smærri íbúðum, m.a. í lágreistu fjölbýli. Uppbygging íbúða á svæðinu stuðlar að góðri nýtingu núverandi vega/gatna og veitna. Í dag er svæðið opið grænt svæði sem ekki er nýtt sérstaklega til útivistar. Skipulagsvinna mun fara fram á tveimur skipulagsstigum. Annars vegar sem breyting á aðalskipulagi og hins vegar sem breyting á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hvolstúni.

Ofangreindar tillögur að deiliskipulagi fyrir Tjaldhóla, Káragerði og lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir Hvolstún / Nýbýlaveg er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 3. júní 2016. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum við deiliskipulagstillögur fyrir Tjaldhóla og Káragerði til 15. júlí 2016. Ábendingum varðandi lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir Hvolstún / Nýbýlaveg má koma til skipulagsfulltrúa á netfangið bygg@hvolsvollur.is fyrir 17. júní 2016. F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi 


Til baka