20.04.2016

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi lýsing á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. 
Hvolsvöllur - Miðbæjarskipulag

Rangárþing eystra leggur fram deiliskipulagslýsingu fyrir endurskoðun miðbæjarskipulags á Hvolsvelli. Meginmarkmið með endurskoðun deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu. Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða auk þess að búa til bæjargötu. Hugað verður að bættum göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins og horft sérstaklega til bættra tenginga við skóla- og íþróttamannvirki.

Lýsingu deiliskipulagsins, er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 20. apríl 2016. Ábendingum varðandi lýsinguna má koma til skipulagsfulltrúa á netfangið bygg@hvolsvollur.is fyrir 4. maí 2016. 

F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi 

Til baka