20.04.2018

Tónleikar Karlakórs Rangæinga

KARLAKÓR RANGÆINGA
Vortónleikar 2018
Karlakór Rangæinga heldur nokkra vortónleika nú í apríl og verða lokatónleikarnir haldnir í Hvolnum, Hvolsvelli. Mun kórinn flytja bæði þekktar og minna þekktar perlur íslenskra höfunda, í fallegum útsetningum. 

Karlakór Rangæinga, stofnaður 1990, telur um 50 söngmenn vítt og breitt úr Rangárvallasýslu. Stjórnandi er Guðjón Halldór Óskarsson. Hópurinn starfar af krafti frá hausti til vors og kemur nú í árlega vorferð sína á höfuðborgarsvæðið til að leyfa söngnum að hljóma. Dagskráin samanstendur af ýmsum perlum íslenskra texta- og lagahöfunda þ.á.m. syrpu af þekktustu lögum Sigfúsar Halldórssonar, nýja þýðingu Friðriks Erlingssonar á Bændabrúðkaupinu og flutning á lokakór úr óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson. Undirleikari með kórnum er Jón Bjarnason á píanó.

Til baka