sub-banner-image

Naflahlaupið

Naflahlaupið 28. júlí 2018Í ár verða breytingar á Naflahlaupinu. Nýjar vegalengdir og ný endastöð.
Kaffi Langbrók verður þessa helgi að halda síðasta Veltinginn sem er útihátíð og gleðiveisla sem
haldin er ári hverju. Í ár mun Naflahlaupið enda þar. Mikill fjöldi fólks verður samankomið til að
hvetja alla hlaupara áfram síðustu metrana í markið.
Naflahlaupið var fyrst haldið sumarið 2010. Nafnið er vísun til þess að um nafla alheimsins sé að ræða
en það ár beindust allra augu að þessu svæði vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Naflahlaupið var
viðleitni einstaklinga til að sýna fram á að þrátt fyrir allt væri öllu óhætt á þessu svæði, í Naflanum
væri hreint og tært loft og góðar aðstæður til útivistar.
Vinningarnir verða ekki af verri endanum eins og síðustu ár.

Staðsetning og tími
Ræst verður í 10 km hlaupinu (Naflastrengnum) kl. 10:00 við Midgard og endað verður á
Kaffi Langbrók í Fljótshlíð.
Ræst verður í 5 km hlaupinu 10:30 (Naflakuskinu) og endað verður á Kaffi Langbrók í
Fljótshlíð.
21km (Naflahringurinn) dettur út í ár.

Skráning og þátttökugjald
Gott að skrá sig á Facebooksíðu Naflahlaupsins með því að skrá sig „attending"
Facebooksíða hlaupsins er Naflahlaupið 2018.
Þáttökugjald er 1000 krónur og lagt er inn á reikning Naflahlaupsins 0182 - 05 - 60512. Kt. 260787-
2929 Í athugasemdum á að vera nafn, bolastærð keppanda og kílómetrar.
Þeir sem vilja fá boli verða að skrá sig og borga þáttökugjald fyrir 28. júlí.
Dæmi: Jón Jónsson - L - 10 km
Flottir vinningar eru í boði og hressing við endamarkið á Kaffi Langbrók.
Áheit
Eins og síðast er hægt að skora á hlaupara og heita á þá.
2010 rann ágóðinn til Leikskólans Arkar.
2011 rann ágóðinn í starfsemi sjúkraflutinga á Hvolsvelli.
2012 rann ágóðinn til unglingadeildar Dagrenningar.
2013 rann ágóðinn til Grunnskólans á Hvolsvelli.
2014 rann ágóðinn til Elliheimilisins Kirkjuhvols.
2015 rann ágóðinn til Lundar á Hellu.
2016 rann ágóðinn renna til unglingadeildar flugbjörgunarsveitar Hellu.
2017 rann ágóðinn til heilsugæslustöðvar Hvolsvelli til tækjakaupa.
Í ár má endilega koma með tillögur hvert ágóðinn fer.
Um að gera að láta heita á sig til styrktar góðu málefni.

Hver hlaupari ber ábyrgð á að nálgast áheit sín til áskoranda og skila til framkvæmdastjóra hlaupsins
sem koma þeim í réttar hendur að hlaupi loknu.
Nánari upplýsingar
Framkvæmdastjórar hlaupsins eru Jón Gísli Harðarson og Ómar Smári Jónsson.
Nánari upplýsingar veita þeir félagar í síma 864 2288 (Jón Gísli) og 617 3810 (Ómar Smári).