Jarðvangsvikan 2016

Allir viðburðir í pdf skjali til útprentunar


Héraðsbókasafn Rangæinga heldur sýningu alla vikuna á bókum um náttúru og menningu jarðvangsins auk kynningarefnis frá öðrum Hnattrænum jarðvöngum UNESCO. 
Kirkjubæjarskóli mun vinna verkefni tengt Klausturstíg í vikunni
 
Mánudagurinn 18.apríl 
Þemadagar í Hvolsskóla 18.-20. apríl, fræðslu um alþjóðamarkmið sameinuðu þjóðanna.
Kl. 17-21. Kirkjubæjarstofa.
Handverkshópur rifjar upp skaftfellskt handverk—verkleg arfleifð
Opið hús.
 
Þriðjudagurinn 19.apríl
10:30 Héraðsbókasafn Rangæinga. Elstu börnin í Leikskólanum Örk vinna listaverk tengd jarðvanginum.
Kl. 16-18 Rútshellir
Uggi Ævarsson hjá Minjastofnun Íslands og Guðjón Kristinsson hleðslumeistari halda fræðsluerindi um sögu og nýlegar endurbætur á Steinahelli og Rútshelli á vegum Minjastofnunar.
Kl.20-22. Sveitabúðin Una. Sýning og sala á prjónaafurðum úr Kötlu Jarðvangi.
 
Miðvikudagurinn 20.apríl
Kl. 15:00 Hótel Laki, Efri-Vík, Landbroti
Nýr fræðslu- og sögustígur tekinn í notkun, afrakstur nýafstaðins hleðslunámskeiðs sýndur.
Kl.17:15. Hvolsskóli
Umhverfisnefnd nemenda í Hvolsskóla kynnir árleg verkefni sem hlotið hafa mikla athygli: vistheimt, jöklamælingar, fjallgöngur og vinnu við Tumastaðaskóg. 
 
Fimmtudagurinn 21.apríl – Sumardagurinn fyrsti 
kl.11-17 Hvolsvöllur.
Fjölskyldudagskrá við íþróttamiðstöðina. Firmakeppni, Flóamarkaður og Hnallþórusala í Hvolnum. 
Kl.19:30 Mýrdalur. Gengið að Oddnýjartjörn með Ferðafélagi Mýrdælinga. Lagt af stað frá Arion banka í Vík í Mýrdal.
 
Föstudagurinn 22.apríl – Alþjóðadagur móður jarðar
Jarðvangsfræðsla  í Kötlusetri 
Kl. 14:00-15:00 Hvernig svörum við ferðamönnum sem spyrja um Kötlu Geopark – Fræðum starfsfólk fyrirtækja til að leiðbeina ferðamönnum um jarðvanginn!
Kl. 16:00-17:00 Að búa í jarðvangi - Hvað get ég lagt af mörkum? 
 
Laugardagurinn 23.apríl
Kl. 11:00. Utanvegahlaup Kötlu Jarðvangs—Hjörleifshöfði
7 og 11 km hlaup. Forskráning á hlaup.is til 20. apríl, eftir það á disa@kotlusetur.is. Þátttökugjald 2500 kr fyrir fullorðna og 1500kr fyrir 14 ára og yngri. Medalía fyrir alla. Víkurskáli/Ströndin býður þátttakendum súpu eftir hlaupið og Mýrdalshreppur í sund.
Kl.14:00 Skógasafn
Leiðsögn um matarmenningu í Rangárvalla– og V-Skaftafellssýslu í gegnum aldirnar. Andri Guðmundsson leiðsegir.
 
Sunnudagurinn 24.apríl
Kl. 13:00 Brunasandur
Hjólaferð  um Brunasand  með Ferðafélagi Skaftárhrepps og Kind Adventure. Hjól í boði fyrir þá sem ekki geta komið með sín eigin. Skráning hjá Rannveigu s.8471604. Lagt af stað frá Hraunbóls-afleggjara við þjóðveg 1 kl.13:00. Hjólað ca 17 km leið. 
 
Mánudagurinn 25.apríl – Dagur umhverfisins
12:30 Leikskálar. Nemendur Víkurskóla bjóða til jarðvangsveislu með kynningu á matvælum og afurðum úr Kötlu Jarðvangi sem þeir kynna sér í vikunni. Allir velkomnir! Líf og störf Sveins Pálssonar náttúrufræðings veða einnig þema vikunnar í Víkurskóla auk tilurð og tilgangs Kötlu jarðvangs. 
Kl. 17– 21. Kirkjubæjarstofa.
Handverkshópur í Skaftárhreppi – opið hús á lokakvöldi. 
 
Í tilefni þess að dagur umhverfisins og alþjóðadagur móður jarðar ber upp í jarðvangsvikunni eru íbúar jarðvangisins sérstaklega hvattir til þess að fegra umhverfið með því að tína rusl á víðavangi, í kringum fyrirtæki og heimili sín eftir veturinn.