Strætó á Suðurlandi

Frá ogmeð 2. janúar verður hægt að ferðast um Suðurland með strætó, allt fráReykjavík og austur á Höfn í Hornafirði. Þetta er liður í stórfelldri stækkunþjónustusvæðis Strætó bs. í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga(SASS). Eitt samtengt leiðakerfi verður allt frá Höfn í Hornafirði og tilReykjavíkur, um uppsveitir Árnessýslu, niður í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn.

Aksturhefst á fimm nýjum leiðum í ársbyrjun; leið 51 (Mjódd – Hveragerði – Selfoss –Hvolsvöllur – Vík – Skaftafell – Höfn), leið 52 (Reykjavík – Hveragerði –Selfoss – Hella – Hvolsvöllur – Landeyjahöfn), leið 71 (Hveragerði – Þorlákshöfn– Hveragerði), leið 72 (Selfoss – Borg – Laugarvatn) og leið 73 (Selfoss –Flúðir). Á sumum þessara leiða (72 og 73) þarf að bóka ferð með minnst tveggjatíma fyrirvara í síma 540 2700 og á leið 51 þarf að panta far milli Víkur ogHafnar fyrir kl. 18 daginn áður.

Strætófarþegar geta kynnt sér ferðir vagnanna á svokölluðurauntímakorti á vefnum www.straeto.is. GPS-búnaðursem er um borð í öllum vögnum gerir farþegum kleift að fylgjast með ferðum vagnanna og er staðsetning þeirra uppfærð á um tíu sekúndna fresti.

 

 


Akstur Strætó yfir jól og áramót 2015-2016

Hér má sjá akstur Strætó á landsbyggðinni yfir jólin

 
Þorláksmessa - 23. desember, ekið samkvæmt áætlun
Aðfangadagur - 24. desember, einstaka leið er ekin samkvæmt laugardagsáætlun (nánari upplýsingar um hverja leið fyrir sig er að finna í leiðarbók)
Jóladagur - 25. desember, enginn akstur
Annar í jólum - 26. desember, ekið samkvæmt sunnudagsáætlun
Gamlársdagur - 31.desember, einstaka leið er ekin samkvæmt laugardagsáætlun (nánari upplýsingar um hverja leið fyrir sig er að finna í leiðarbók)
Nýársdagur - 1. janúar, enginn akstur


 

Upplýsingar um keyrslu strætó á Suðurlandi

 

Strætómiðar:

Hægt er að kaupa miða í strætó í N1 við Austurveg

 

Tímatöflur strætó:

Leiðarkort fyrir strætó á Suðurlandi

Leið 51 - Reykjavík-Höfn-Reykjavík

Leið 52 - Reykjavík-Landeyjahöfn-Reykjavík

Leið 71 - Hveragerði-Þorlákshöfn-Hveragerði

Leið 72 - Selfoss-Borg-Laugarvatn

Leið 73 - Selfoss-Flúðir

Leið 74 - Selfoss » Stokkseyri » Eyrarbakki » Þorlákshöfn

Leið 75 - Selfoss » Stokkseyri » Eyrarbakki » Selfoss