Björgunarsveitir í Rangárþingi eystra

Allar björgunarsveitir á Íslandi eru aðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en þær eru um 100 talsins og dreifðar um allt land. Björgunarsveitir leggja metnað sinn í að hafa góðan tækjabúnað og vel þjálfaðan mannskap. Um 3000 manns eru á vaktinni allt árið, 24 tíma á sólarhring og eru að jafnaði um 1200 útköll á ári.

Björgunarsveitirnar starfa samkvæmt lögum um björgunarsveitir og björgunarmenn frá 1. júlí 2003.

Björgunarsveitir SL skipa stórt hlutverk í hjálparliði almannavarna og er ætlað að sinna björgunarstörfum, fyrstu hjálp, verndun og gæslu.

Rangárþing eystra tilheyrir svæði 16, Suðurlandi.


Björgunarsveitin Bróðurhöndin
   Bræðrabúð Heimalandi,
   V-Eyjafjöllum, 861 Hvolsvöllur
   Kt. 590983-0129 
   Sími 487 8916
   Formaður: Einar Viðar Viðarsson

 

 

Björgunarsveitin  Dagrenning
   Dufþaksbraut 10, 860 Hvolsvöllur
   Kt. 670286-1699  Sími 487 8302
   Formaður: Magnús Þór Einarsson

 


Björgunarsveit Landeyja
   Sléttubóli,
   Austur-Landeyjum, 861 Hvolsvöllur
   Kt. 650388-2599  Sími 487 8579       
   Formaður: Árni Ólafur Guðjónsson

 
 

Sjá nánar:
Slysavarnafélagið Landsbjörg
www.landsbjorg.is

www.savetravel.is